Lyfja
Lyfja
Lyfja

Lyfja Patreksfirði - þjónusta og ráðgjöf

Við leitum að jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingi með ríka þjónustulund í sölu og afgreiðslu í Lyfju Patreksfirði. Starfið felst í almennum afgreiðslustörfum og ráðgjöf til viðskiptavina um val og notkun á lausasölulyfjum og öðrum vörum.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum og lausasölulyfjum
  • Þjónusta og almenn afgreiðslustörf
  • Áfyllingar í verslun
  • Afhending lyfja gegn lyfseðli

Hvaða hæfni þarft þú að hafa?

  • Ríka þjónustulund og gott viðmót
  • Áhuga á mannlegum samskiptum
  • Reynsla af verslunarstörfum er skilyrði
  • Reynsla af störfum í apóteki er kostur

Starfið:

Vinnutími er frá 11:00-17:00 alla virka daga.

Umsækjandi þarf að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu.

Hvers vegna Lyfja?

Lyfja er leiðandi fyrirtæki í íslenskri heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að lengja líf og bæta lífsgæði landsmanna. Við leggjum áherslu á faglega og hlýlega þjónustu, heilsueflingu og stöðuga nýsköpun.

Við leggjum okkur fram um að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk upplifir jákvæðan starfsanda, fær tækifæri til að þróast í starfi og nýtir hæfileika sína til fulls. Við bjóðum upp á öfluga fræðslu, markvissa starfsþróun og leggjum mikla áherslu á gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Lyfja rekur 45 apótek og útibú víðs vegar um landið, sem gefur starfsfólki kost á fjölbreyttum og spennandi tækifærum, hvar sem er á landinu.

Nánari upplýsingar um starfið veita:

Elín Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður útibús í síma: 456 1222 og

Jónas Þór Birgisson, lyfsali, [email protected], eða í síma: 456 3009

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt27. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Aðalstræti 6, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar