
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Álftamýrarskóli - mötuneyti
Komdu að vinna fyrir mikilvægasta fólkið!
Skólamatur leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki í mötuneyti sitt í Álftamýrarskóla í Reykjavík.
Vinnutíminn er frá kl.9:00 til 14:00 alla virka skóladaga.
Starfið felst í undirbúningi og lokaeldun hádegismáltíða, undirbúningi og afgreiðslu máltíða og frágangi ásamt léttum þrifum i eldhúsi. Starfsmenn mötuneyta panta inn af pöntunarvef Skólamatar og senda inn dagsskýrslur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á mat og matargerð er mikill kostur
- Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg.
- Menntun sem nýtist í starfi kostur.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Jákvæðni, snyrtimennska, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð.
- Geta til þess að vinna undir álagi.
Fríðindi í starfi
· Vinnufatnaður.
· Íþróttastyrkur.
· Samgöngustyrkur.
· Fjölskylduvænn vinnustaður.
Auglýsing birt27. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Álftamýri 79, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Pizza Bakari / Pizza Baker Keflavík Ásbrú Reykjanesbæ
Public deli ehf.

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Kúnígúnd

Housekeeping and Kitchen Genie
Dalur HI Hostel

Join our team at Point - Keflavík Airport!
SSP Iceland

Starf á skólabókasafni
Kópavogsskóli

Heilsuhúsið Kringlunni - þjónusta og ráðgjöf
Heilsuhúsið

Lyfja Patreksfirði - þjónusta og ráðgjöf
Lyfja

Baker/Pastry Chef
The Reykjavik EDITION

2 positions in Housekeeping/breakfast/laundry/general restaurant work
North West Restaurant & Guesthouse

Sölufulltrúi - helgarstarf
Myllan

Aðstoðarmatráður og starfsmaður í skólaeldhús
Waldorfskólinn Sólstafir

Afhendingarfulltrúi
Brimborg