

Lyfja - Ert þú næsti lyfjafræðingur Lyfjuliðsins?
Við leitum að sjálfstæðum og metnaðarfullum lyfjafræðingi til starfa í verslunum Lyfju. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem aðaláherslan er á lyfjafræðilega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina.
Hlutverk og ábyrgð:
- Fagleg ráðgjöf um lyf og notkun þeirra – þú sinnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustu og ert oft fyrsta stopp þeirra sem leita sér stuðnings
- Afgreiðsla lyfseðla eftir skýrum verkferlum í góðu samstarfi við teymið
- Stuðningur við öflugt teymi í apótekum og útibúum
- Umsjón með pöntunum, lyfjabirgðum og þjónustu við viðskiptavini
Hvaða hæfni þarft þú að hafa?
- Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi
- Þjónustulund, að njóta þess að eiga góð samskipti og veita faglega ráðgjöf
- Áreiðanleika, skipulag og drifkraft í fjölbreytt og faglegt teymisstarf
- Áhuga á heilbrigði og vellíðan
Starfið
- Um flakkarastarf er að ræða og því eru ýmis tækifæri í boði, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Hvers vegna Lyfja?
Lyfja er leiðandi fyrirtæki í íslenskri heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að lengja líf og bæta lífsgæði landsmanna. Við leggjum áherslu á faglega og hlýlega þjónustu, heilsueflingu og stöðuga nýsköpun.
Við leggjum ríka áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk upplifir jákvæðan starfsanda, fær tækifæri til að þróast í starfi og nýtir hæfileika sína til fulls. Við bjóðum upp á öfluga fræðslu, markvissa starfsþróun og leggjum mikla áherslu á gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Lyfja rekur 45 apótek og útibú víðs vegar um landið, sem gefur starfsfólki kost á fjölbreyttum og spennandi tækifærum, hvar sem er á landinu.
Nánari upplýsingar veitir Anna Sólmundsdóttir, lyfjafræðingur og sérfræðingur á mannauðssviði, [email protected]
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.








