Leikskólinn Bjartahlíð
Leikskólinn Bjartahlíð

Leikskólakennari / Leiðbeinandi


Leikskólakennari í fullt starf óskast í leikskólann Björtuhlíð.
Bjartahlíð er 6 deilda leikskóli í Hlíðunum með tvær starfsstöðvar, önnur við Grænuhlíð 24 og hin í Stakkahlíð 19, 105 Reykjavík. Leikskólinn er aldursskiptur, yngri börnin eru í Stakkahlíð og þau eldri í Grænuhlíð. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem skapandi umhverfi er stór partur af okkar daglega starfi.
Einkunnarorð leikskólans og leiðarljós í starfi eru: Gleði - Samvinna - Jákvæðni.


Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.


Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Frekari upplýsingar um starfið
  • Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.


Starfshlutfall 100%

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rakel Ólafsdóttir leikskólastjóri
Sími 4113600
Leikskólinn Bjartahlíð

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara, og eða önnur uppeldismenntun æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta algjört skilyrði. íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
  • Reynsla af kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
  • Stundvísi og áreiðanleiki.
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Frítt í sundlaugar borgarinnar.
  • Frítt fæði á vinnutíma.
  • Menningarkort þar sem innifalið í kortinu eru 14 söfn, fjöldi sýninga og viðburða, bókasafnsskírteini auk fjölda tilboða.
  • Heilsuræktarstyrkur eftir 6 mánuði í starfi sem er nú komin í 28.000kr. árlega.
  • Samgöngustyrkur með greiðslu mánaðarlega þar sem fólk er hvatt til að notast við umhverfisvænar ferðir til og frá vinnu.
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grænahlíð 24, 105 Reykjavík
Stakkahlíð 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar