Leikskólakennari / Leiðbeinandi
Leikskólakennari í fullt starf óskast í leikskólann Björtuhlíð.
Bjartahlíð er 6 deilda leikskóli í Hlíðunum með tvær starfsstöðvar, önnur við Grænuhlíð 24 og hin í Stakkahlíð 19, 105 Reykjavík. Leikskólinn er aldursskiptur, yngri börnin eru í Stakkahlíð og þau eldri í Grænuhlíð. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem skapandi umhverfi er stór partur af okkar daglega starfi.
Einkunnarorð leikskólans og leiðarljós í starfi eru: Gleði - Samvinna - Jákvæðni.
Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta.
- Frekari upplýsingar um starfið
- Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Starfshlutfall 100%
Nánari upplýsingar um starfið veitir Rakel Ólafsdóttir leikskólastjóri
Sími 4113600
Leikskólinn Bjartahlíð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara, og eða önnur uppeldismenntun æskileg.
- Góð íslenskukunnátta algjört skilyrði. íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
- Reynsla af kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- Stytting vinnuvikunnar
- Frítt í sundlaugar borgarinnar.
- Frítt fæði á vinnutíma.
- Menningarkort þar sem innifalið í kortinu eru 14 söfn, fjöldi sýninga og viðburða, bókasafnsskírteini auk fjölda tilboða.
- Heilsuræktarstyrkur eftir 6 mánuði í starfi sem er nú komin í 28.000kr. árlega.
- Samgöngustyrkur með greiðslu mánaðarlega þar sem fólk er hvatt til að notast við umhverfisvænar ferðir til og frá vinnu.