Lækur
Lækur
Lækur

Starfsmaður í sérkennslu

Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra sambærilega menntun til starfa við sérkennslu. Helstu verkefni eru að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.

Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Í Læk er unnið með lýðræðislega nálgun í starfi með börnum.

Starfshlutfall er 100% og óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Athygli er vakin á því að Kópavogsbær hefur samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilbiku, milli jóla og nýars og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)

Einkunnarorð leikskólans eru: Sjálfræði, umhyggja og virðing.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við börn með sértækar þarfir
  • Gerð og eftirfylgni einstaklingsnámsskrár í samráði við sérkennslustjóra
  • Samvinna með foreldrum, ráðgjöfum og öðru starfsfólki
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af leikskólastarfi æskileg
  • Reynsla af sérkennslu kostur
  • Góð samskiptahæfni
  • Færni og vilji til að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám í teymisvinnu
  • Hæfni til að beita lausnamiðaðri nálgun við úrvinnslu verkefna
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Ef ekki fæst þroskaþjálfi / leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
Auglýsing birt27. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalsmári 21, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar