Dalur
Dalur
Dalur

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast í Dal

Leikskólinn Dalur óskar eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda

Leikskólinn Dalur hóf starfsemi sína 11. maí 1998. Dalur er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 2 - 5 ára og er staðsettur í Funalind 4.

Leikskólinn Dalur leggur megináherslu á gæði í samskiptum til að tryggja öryggi og vellíðan barna í leikskólanum. Samskipti eru grundvallarþáttur í öllu starfi leikskólans.

Einkunnarorð leikskólans eru Virðing – ábyrgð – sjálfstæði

Heimasíða leikskólans er: www.dalur.kopavogur.is

Það eru fjölbreytt og skemmtileg verkefni framundan í Dal. Starfsmannahópurinn er samheldinn og innan hans ríkir sérstaklega góður starfsandi. Óskað er eftir leikskólakennurum sem eru tilbúnir til að taka þátt og þróa starfið enn frekar og vera um leið hluti af heildarsýn skólans og því faglega starfi sem þar fer fram.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara æskilegt.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Ókeypis í sundlaugar Kópavogs
  • Árlegur heilsuræktarstyrkur þegar þú hefur starfað í 6 mánuði.
  • Stytting vinnuvikunnar
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Funalind 4, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar