Leikskólinn Drafnarsteinn
Leikskólinn Drafnarsteinn

Deildarstjóri

Drafnarsteinn, sem er sex deilda skóli með 107 börnum, auglýsir eftir deildarstjóra. Skólinn á tveim starfsstöðvum, við Seljavegi 12 og Drafnarstíg 4, vestast í vesturbæ Reykjavíkur.

Í starfi leikskólans leggjum við áherslu á að byggja upp frjótt og skapandi umhverfi þar sem börn fái notið sín og þau hafi möguleika á að læra af eigin reynslu og umhverfi þar sem áhugi þeirra og athafnaþörf eru virkjuð. Við styðjumst við verk­efnið 'Ótrúleg eru ævintýrin' eftir Sigríði J. Þórisdóttur en það er byggt á hugmyndafræði McCracken um 'heildstætt nám'. Þessi hugmyndafræði er nýtt sem grundvöllur í öllu okkar náms- og starfsumhverfi. Einnig er umhverfisvernd í hávegum höfð í skólanum og erum við í samvinnu við Landverd og erum Grænfánaskóli. Við skólann er stórt gróðurhús.

Gildi Drafnarsteins eru samskipti, vinátta og virðing

Stefna leikskólans er að starfsfólk blómstri í leik og starfi, fái tækifæri á að þroska og dýpka fagmennsku sína og njóta sín í starfi.

Mikil fjölmenning er í skólanum og við fögnum henni. Við stefnum á Regnbogafánann og erum að vinna með heilbrigðisþátt menntastefnu Reykjavíkurborgar.

Um er að ræða 100% starfshlutfall og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 4113631 / 6188924 eða með því að senda fyrirspurn á halldora.gudmundsdottir@reykjavik.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
  • Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
  • Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
  • Sér um foreldrasamstarf á deildinni
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort – bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
  • Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Seljavegur 12, 101 Reykjavík
Drafnarstígur 4, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar