Fagrabrekka
Fagrabrekka
Fagrabrekka

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Fögrubrekku

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í leikskólann Fögrubrekku.

Leikskólinn Fagrabrekka hóf starfsemi sína 22. desember 1976. Fagrabrekka er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins árs til sex ára. Starfað er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia sem kennd er við samnefnda borg á Ítalíu.

Megin áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, einnig er lögð áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð starfsfólks og barna og getu barna til að afla sér reynslu og þekkingar á sínum eigin forsendum. Tónlist og hreyfing er rauði þráðurinn í starfinu sem stuðlar að vellíðan og hefur í för með sér gleði og ánægju. Einkunnarorð leikskólans virðing, gleði og frumkvæði eru ávallt í forgrunni.

Við óskum eftir metnaðarfullum og skapandi leikskólakennara eða leiðbeinanda til starfa.

Upplýsingar um leikskólann má finna á http://fagrabrekka.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
  • Starfið felur í sér almennt nám ungra barna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
  • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika

Auglýsing birt20. desember 2024
Umsóknarfrestur14. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fagrabrekka 26, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar