Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólanum Drafnarsteini.
Drafnarsteinn er sex deilda leikskóli á tveimur starfsstöðum vestast í Vesturbæ Reykjavíkur sem eru Drafnarborg á Drafnarstíg 4 og Dvergasteinn sem er við Seljaveg 12. Í leikskólanum er unnið eftir hugmyndafræðinni Ótrúleg eru ævintýrin og því mikil áhersla á málörvun og læsi almennt. Drafnarsteinn er einnig Grænfánaskóli.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara eða sambærileg menntun og/eða reynsla sem nýtist
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta A2-B2 samkvæmt samevrópskum matskvarða um tungumálaviðmið
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur