Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar

Leikskólakennari - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

Leikskólakennari - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða leikskólakennara/þroskaþjálfa/sérkennara í 100% starfshlutfall. Starfið er laust nú þegar.

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, þá koma aðrar umsóknir til greina, hvetjum áhugasama til að sækja um starfið.

Suðurvellir er fjögurra deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Virðing, umhyggja, samvinna og gleði eru leiðandi hugtök í leikskólanum og rík áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.

Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Hrólfsdóttir leikskólastjóri í síma 440-6240. Senda má fyrirspurnir á netfangið leikskoli@vogar.is

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra.
  • Veita leikskólabörnum stuðning í daglegu starfi leikskólans.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmann

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf kennara með áherslu á leikskólastarf eða aðra sambærilega menntun.
  • Áhugi, menntun, reynsla og hæfni í starfi með ungum börnum.
  • Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi samskiptafærni.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur30. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurgata 1-5, 190 Vogar
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar