Leikskólinn Langholt
Leikskólinn Langholt

Leikskólakennari - Langholt

Leikskólinn Langholt óskar eftir leikskólakennara til starfa.

Hefur þú áhuga á taka þátt í fjölbreyttu leikskólaumhverfi sem er í sífelldri þróun?

Langholt er átta deilda leikskóli. Við skólann starfar metnaðarfullur starfsmannahópur með fjölbreytta menntun og reynslu. Saman vinnum við að því markmiði að öllum börnum líði vel og að þau nái að vaxa, dafna og njóta sín. Við leggjum áherslu á góð og jákvæð samskipti. Einnig leggjum við ríka áherslu á símenntun og starfsfólk fær tækifæri til að nýta eigin styrkleika og nær þannig að blómstra í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna í kynningarmyndbandi leikskólans

https://vimeo.com/361825252

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf kennara

·       Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum

·       Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

·       Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

·       Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

·       Góð íslenskukunnátta

·       Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.

Fríðindi í starfi

Menningarkort – bókasafnskort

Samgöngustyrkur

Sundkort

36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf

Heilsuræktarstyrkur

Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur6. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólheimar 19, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar