RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Lausnahönnuður með framtíðarsýn

Virkjaðu gervigreindina!

Ertu lausnamiðað gervigreindarséní sem elskar að tengja saman lausnir, flæða með tækninni og kveikja á nýjum hugmyndum? Fylgdu straumnum til okkar! Við leitum að lausnahönnuði (e. Solution architect) til að leiða RARIK inn í framtíð þar sem gervigreind og háþróuð tækni hjálpa til við orkuskipti framtíðarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Lausnahönnuður gegnir því mikilvæga hlutverki að varða leið okkar til framtíðar með snjöllum tæknilausnum. Hann þarf að vera í virku samstarfi við sérfræðinga okkar og finna leiðir til að samþætta háþróaðar lausnir og straumlínulaga ferla. Við stöndum frammi fyrir flóknum áskorunum og þurfum sífellt að koma fram með skapandi lausnir sem endast og einfalda dagleg störf og rekstur. Rétta manneskjan í starfið fær tækifæri til að vera leiðandi í lausnaþróun RARIK, þ.á.m. í nýtingu gervigreindar, og mótar framtíðina með okkur. Hún verður hluti af frábæru teymi sem lifir og hrærist í nýsköpun.

Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að umsækjendum sem hafa góða hæfni og reynslu í hugbúnaðargeiranum, bæði við forritun og samþættingu lausna. Þau þurfa mikla hæfni til að leiða verkefni í flóknu umhverfi og auðvitað brennandi áhuga á lausnahönnun og gervigreind.

Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Staðsetning
Larsenstræti 4
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Hamraendi 2, 340 Stykkishólmur
Óseyri 9, 603 Akureyri
Þverklettar 2, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Gervigreind
Starfsgreinar
Starfsmerkingar