RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Deildarstjóri fjárstýringar

Við viljum efla fjárstýringarteymið okkar og leitum því eftir ráðagóðum deildarstjóra fjárstýringar hjá RARIK. Þau sem sækja um þurfa að vera reiðubúin að gegna lykilhlutverki í stjórnendateymi fjármálasviðs og vinna náið með fjármálastjóra að yfirstandandi skipulagsbreytingum og endurskoðun ferla til að auka skilvirkni og sjálfvirknivæðingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildarstjóri fjárstýringar gegnir því lykilhlutverki að byggja upp árangursrík teymi. Meðal helstu verkefna deildarstjóra fjárstýringar eru dagleg stýring deildarinnar en undir hana heyra gjaldkeri, innheimta og bakvinnsla/reikningagerð, umsjón með skuldabréfaútboðum og fjármögnun og lausafjárstýring, auk greininga á tekjum og gjöldum.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leiðtogahæfileikar og djúpur skilningur á fjármagni og fjármálaheiminum eru nauðsynlegir eiginleikar í þessu starfi ásamt viðeigandi menntun, t.d. viðskiptafræði, verkfræði og/eða fjármál fyrirtækja. Reynsla af sjálfvirknivæðingu og uppbyggingu skilvirkra teyma er einnig meðal þess sem við munum leita eftir hjá umsækjendum. Þekking á tekjumörkum dreifiveitna er kostur. Starfið er og verður í stöðugri mótun og því kjörið tækifæri fyrir orkumikla manneskju að tengja sig inn og láta ljós sitt skína.

Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur25. september 2024
Staðsetning
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Óseyri 9, 603 Akureyri
Larsenstræti 4, 800 Selfossi
Þverklettar 2-4, 700 Egilsstaðir
Hamraendar 2, 340 Stykkishólmi
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar