
Skrifstofa Alþingis
Hlutverk skrifstofu Alþingis er að styðja við starfsemi Alþingis svo að þingið og þingmenn geti sinnt hlutverkum sínum samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Meginverkefni skrifstofunnar eru að vera forseta til aðstoðar, framfylgja ákvörðunum hans og forsætisnefndar auk ákvarðana á fundi forseta með þingflokksformönnum. Enn fremur að veita alþingismönnum, nefndum og þingflokkum faglega aðstoð og þjónustu, að hafa á hendi almennan rekstur þingsins og stjórnsýslu og að varðveita og miðla upplýsingum um hlutverk og starfsemi Alþingis.

Laus störf í miðlun og fræðslu í almannatengsladeild
Nærð þú vel til barna og ungmenna og ert fær í að miðla fræðsluefni á lifandi og skemmtilegan hátt á vef og samfélagsmiðlum?
Við leitum að tveimur öflugum sérfræðingum til starfa í almannatengsladeild. Í starfinu felst meðal annars móttaka og leiðsögn innlendra og erlendra gesta, umsjón með Skólaþingi og Lýðræðislest. Einnig vinnsla efnis fyrir vef og samfélagsmiðla og upplýsingagjöf til almennings, ásamt aðstoð við viðburðahald. Starfsfólk deildarinnar tekur þátt í teymisvinnu þvert á starfseiningar og fær ríkuleg tækifæri til að kynnast líflegu og skemmtilegu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og leiðsögn gesta
- Umsjón með Skólaþingi og Lýðræðislest
- Efnisvinnsla fyrir vef
- Gerð fræðslu- og kynningarefnis í máli og myndum
- Þátttaka í samfélagsmiðlateymi
- Upplýsingagjöf til almennings
- Aðstoð við viðburðahald og önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, kennsluréttindi kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Framúrskarandi vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Önnur tungumálakunnátta kostur
- Reynsla af ljósmyndun, myndbandagerð og grafískri hönnun kostur
- Sjálfstæð, skapandi og lausnamiðuð hugsun
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Jákvæðni, sveigjanleiki og samskiptahæfni
Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kirkjustræti 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniKennslaLjósmyndunMannleg samskiptiMyndbandagerðSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Markaðsfulltrúi
Rekstrarfélag Kringlunnar

Sölumaður í hljóð-, ljósa- og myndlausnum.
Luxor

Sérfræðingur í greiningum
HD

Sérfræðingur í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild
Samgöngustofa

Félagsráðgjafi í ráðgjafarteymi
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður í áætlanagerð flugáhafna
Air Atlanta Icelandic

Aðalbókari
Linde Gas

Þjónustufulltrúi - Sumarstarf
Stilling

Spennandi skrifstofustarf
TILDRA Byggingafélag ehf.

Lífland óskar eftir að ráða markaðsfulltrúa í 100% starf
Lífland ehf.

Verkstæðismóttaka
KvikkFix

Þjónustufulltrúi
DHL Express Iceland ehf