
Lífland ehf.
Lífland ræktar lýð og land. Þjónusta okkar sýnir ræktarsemi við grunnstoðir mannlífs um allt land. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hverskonar rækt; jarðrækt, búfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt.
Þungamiðjan í starfi okkar er þó ekki síst mannrækt í víðustu merkingu þess orðs. Íslendingar hafa sterka þörf fyrir að komast í snertingu við uppruna sinn og náttúru landsins.
Það gildir einu hver klæðist stígvélunum - stoltur bóndi, frískleg hestakona eða fjölskyldufaðir í sumarhúsi - þau vita hvar þau standa. Lífland gefur þeim þessa jarðtengingu.
Lífland er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Starfsemi fyrirtækisins lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og tengist hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi, útivist og þjónustu við matvælaiðnaðinn.
Hlutverk Líflands er að bæta árangur viðskiptavina sinna. Við viljum sjá fyrir breytingar á þörfum okkar viðskiptavina og bjóða áhugaverðustu lausnirnar fyrir þá á hverjum tíma fyrir sig.
Lífland rekur tvær verksmiðjur, annars vegar fóðurverksmiðju á Grundartanga og hins vegar kornmyllu í Korngörðum í Reykjavík ásamt því að reka Nesbúegg. Skrifstofur og lager eru staðsett í Brúarvogi, Reykjavík. Verslanir Líflands eru á Lynghálsi, Reykjavík, Borgarbraut Borgarnesi, Grímseyjargötu Akureyri, Ormsvöllum Hvolsvelli, Efstubraut Blönduósi og Austurvegi Selfossi.

Lífland óskar eftir að ráða markaðsfulltrúa í 100% starf
Lífland óskar eftir hæfileikaríkum og drífandi markaðsfulltrúa í fullt starf. Starfið felur í sér umsjón með markaðsmálum, heimasíðu og samfélagsmiðlum ásamt öðrum skemmtilegum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með auglýsingum og markaðsmálum , eftirfylgni og árangursmælingar
- Umsjón með markaðsdagatali Líflands
- Umsjón með heimasíðu og vefverslun
- Umsjón með samfélagsmiðlum
- Umsjón með markpósti
- Greining tækifæra á mörkuðum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi íslenskukunnátta
- Framúrskarandi skipulagshæfileikar
- Þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
- Góð samskiptahæfni og færni til að vinna í hóp
- Reynsla af Zenter kerfi mikill kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
Auglýsing birt7. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Brúarvogur 1-3 1R, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiMannleg samskiptiNotendaupplifun (UX)PrentmiðlarSjálfstæð vinnubrögðSkilgreining markhópaSkipulagSkjámiðlarVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Markaðsfulltrúi
Rekstrarfélag Kringlunnar

Markaðsfulltrúi
Suzuki og Vatt - Bílaumboð

Laus störf í miðlun og fræðslu í almannatengsladeild
Skrifstofa Alþingis

Viðskiptastjóri - Söluráðgjöf á Einstaklingssviði
Íslandsbanki

Sölu- og markaðsstjóri
Menni

Hjúkrunarfræðingur 40-50%
Útlitslækning

Content Writer / Textasmiður
Travelshift

Marketing Research Intern
CCP Games

Hlutastarf í Blikabúð og vefverslun Breiðabliks
Breiðablik

Tækifærissinni (e. Growth hacker)
Nova

Brand Director
CCP Games

Verkefnastjóri fjölmenningar, Þjónustu- og þróunarsvið
Hafnarfjarðarbær