NTC ehf
NTC ehf
NTC ehf

Óskum eftir að ráða þjónustufulltrúa vefverslunar NTC

NTC óskar eftir að ráða skipulagða, metnaðarfulla og jákvæða manneskju til að sinna starfi þjónustufulltrúa vefverslunar ásamt öðrum tilfallandi markaðsmálum tískufyrirtækisins NTC.

Erum að leita að manneskju sem er skipulögð, vinnur vel undir álagi, vinnusöm, á gott með mannleg samskipti, sýnir frumkvæði, sjálfstæð í vinnubrögðum og með mikinn drifkraft og metnað fyrir starfinu sínu.

Þjónustufulltrúi vefverslunar og markaðsfulltrúi er partur af markaðsteymi NTC og mun starfa á skrifstofu fyrirtækisins.

Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir rétta manneskju sem getur boðið uppá ýmsa möguleika en NTC er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem hefur í yfir 45 ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi.

NTC starfrækir 14 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, vefverslun, saumastofu og heildsölu sem selur fatnað til margra af betri tískuvöruverslunum á landsbyggðinni. NTC rekur verslanirnar Gallerí Sautján, GS skó, Kultur, Kultur menn, SmashUrban, EVU, GK Reykjavík, Karakter, Outlet-10 og Companys ásamt vefverslunina ntc.is. Hjá NTC starfa um 140 manns þar sem lagt er mikið uppúr góðum starfsanda og sterkri liðsheild.

NTC hefur margoft hlotið viðurkenningar frá VR sem fyrirmyndafyrirtæki og eins viðurkenningar frá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með vefverslunarpöntunum dagsdaglega
  • Innri og ytri samskipti tengd vefverslun
  • Bakvinnsla tengd vefverslun s.s endurgreiðslur, millifærslur og fleira
  • Almenn markaðsstörf
  • Hugmyndavinna, efnisgerð og umsjón með NTC miðlum
  • Önnur tilfallandi verkefni tengd vefverslun sem og markaðsstörfum fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða menntun sem nýtist í starfi er góður kostur
  • Reynsla af vefverslunar- og markaðsstörfum
  • Reynsla á notkum Mailchimp/Klaviyo er góður kostur
  • Góð hæfni í textaskrifum
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í töluðu og rituðu máli
  • Góð skipulagshæfni og geta til að vinna vel undir álagi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum sem og að vinna vel í teymi
  • Á gott með mannleg samskipti
  • Góð almenn tölvukunnáta
  • Gott auga með tísku og nýjustu trendum er góður kostur
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur23. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar