

Hljómahöll - Markaðs- og kynningarfulltrúi
Ert þú skapandi og skipulagður einstaklingur með brennandi áhuga á tónlist og menningu?
Hljómahöll óskar eftir kraftmiklum markaðs- og kynningarfulltrúa sem hefur metnað til að auka sýnileika hússins, Rokksafns Íslands og þeirra viðburða sem þar fara fram. Hljómahöll er lifandi hús þar sem fjölbreytt tónlistar- og menningarstarf fer fram allt árið. Ef þú sérð þig í þessu hlutverki og langar að starfa í kraftmiklu og skapandi umhverfi, þá hvetjum við þig til að sækja um!
Viðkomandi mun leiða markaðssetningu viðburða, salaleigu og starfsemi Rokksafns Íslands, sjá um samfélagsmiðla og heimasíður, og skipuleggja auglýsingaherferðir á öllum helstu miðlum, bæði stafrænum og hefðbundnum. Við leitum að skipulögðum einstaklingi með góða samskipta- og greiningarhæfni, reynslu af stafrænum markaðstólum (m.a. Meta Ads, Google Ads, Mailchimp) og hæfni til að vinna sjálfstætt. Reynsla af hönnun og efnisgerð er mikilvæg, sem og hæfni í íslensku og ensku. Starfið krefst sveigjanleika og viðkomandi þarf að geta unnið utan hefðbundins dagvinnutíma þegar viðburðir fara fram.
- Að markaðssetja og auka sýnileika viðburða í húsinu, salaleigu og Rokksafns Íslands
- Umsjón og efnisgerð
- - á heimasíðunum hljomaholl.is og rokksafn.is
- - á samfélagsmiðlum Hljómahallar og Rokksafns Íslands
- - auglýsingaherferða með Meta Ads og Google Ads
- - auglýsingaherferða á póstlista með Mailchimp
- - auglýsingaherferða fyrir útvarp, sjónvarp og prentmiðla
- Umsjón með tölfræði markaðsmála
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra
- Menntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af markaðsmálum
- Þekking og reynsla af umsjón með samfélagsmiðlum fyrirtækja/stofnana
- Þekking og reynsla af markaðssetningu á stafrænum miðlum s.s. Meta Ads og Google Ads
- Hæfni í hönnun og gerð kynningarefnis s.s. í Adobe, Canva o.s.frv
- Hæfni í myndbandagerð er kostur
- Þekking og reynsla af notkun á Mailchimp kostur
- Góð greiningarhæfni og færni í að vinna með tölfræði
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Hefur metnað til að ná framúrskarandi árangri
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar
- Góð færni í íslensku og ensku
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó











