
Heimilistæki ehf
Heimilistæki reka fimm verslanir víðsvegar um landið; í Reykjavík, Selfossi, Reykjanesbæ, Akureyri og Egilsstöðum.
Markmið Heimilistækja er að bjóða upp á framúrskarandi vöruúrval sambærilegt því sem gerist í stærstu verslunum erlendis en á sama tíma að veita mjög góða og persónulega þjónustu.
Verslanir Heimilstækja eru hluti af Heimilistækja fjölskyldunni sem á og rekur fjölbreyttar verslanir um land allt. Verslanir samstæðunnar eru Heimilistæki, Tölvulistinn, Rafland, Byggt og búið, Kúnígúnd og Iittala búðin en auk þess rekur fyrirtækið heildsöluna Ásbjörn Ólafsson, Raftækjalagerinn og verkstæði. Hjá samstæðunni starfa tæplega 200 starfsmenn í fjölbreyttum störfum þar sem lögð er áhersla á jákvætt starfsumhverfi og vinalegan starfsanda.

Markaðsfulltrúi - Tímabundið starf
Við leitum að skapandi og hugmyndaríkum markaðsfulltrúa til starfa á sölu- og markaðssvið samstæðunnar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf við markaðssetningu á breiðu vöruúrvali félagsins en sameiginleg markaðsdeild er rekin fyrir öll félög samstæðunnar.
Viðkomandi kemur til með að vera hluti af sterku teymi sem vinnur mikið markaðsefni innanhúss. Mikilvægt er því að umsækjendur búi yfir sköpunargáfu, frumkvæði og vandvirkni.
Um er að ræða tímabundið starf til 1 árs vegna afleysingar í fæðinarorlofi frá ágúst 2025-júlí 2026.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón samfélagsmiðla og efnissköpun.
- Gerð auglýsinga og markaðsefnis.
- Textaskrif og þýðingar.
- Umsjón og eftirfylgni markaðsherferða.
- Innri markaðssetning.
- Önnur sölu- og markaðstengd verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Að lágmarki 1-2 ára reynsla af markaðsstörfum.
- Reynsla af stafrænni markaðssetningu, efnisköpun og samfélagsmiðlum.
- Hugmyndaauðgi og sköpunargleði.
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Mjög góð samskiptafærni, geta til að starfa í teymi, jákvæðni og gott viðmót er skilyrði.
- Skipulagshæfni og dugnaður.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Auglýsing birt22. apríl 2025
Umsóknarfrestur5. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík
Köllunarklettsvegur 6, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AdWordsAsanaFacebookFrumkvæðiGoogleGoogle AnalyticsHreint sakavottorðÍmyndarsköpunInstagramPhotoShopReyklausSjálfstæð vinnubrögðTextagerðTóbakslausVeiplausVinna undir álagiZendesk
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Marketing Activation Lead (part time)
Flügger Litir

Markaðsstjóri Breiðabliks
Breiðablik

Sérfræðingur í stafrænni miðlun og textagerð
Icelandair

Skapandi markaðsfulltrúi
Vogue

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Datera ehf.

Starfskraftur í netmarkaðsdeild
Birtingahúsið

Söluráðgjafi Tannheilsu
Icepharma

Hljómahöll - Markaðs- og kynningarfulltrúi
Reykjanesbær

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Sahara

Óskum eftir að ráða þjónustufulltrúa vefverslunar NTC
NTC ehf