

Verkefnastjóri miðlunar og samskipta
Háskólinn í Reykjavík leitar að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf verkefnastjóra miðlunar og samskipta. Viðkomandi mun heyra undir samskiptasvið og háskólaskrifstofu HR en starfa fyrst og fremst fyrir rektor HR í verkefnum sem snúa að innri og ytri miðlun, efnissköpun, samskiptum og kynningarmálum, ásamt því að sinna almannatengslum og samskiptum við fjölmiðla.
Helstu verkefni:
- Fjölbreytt efnissköpun fyrir miðla Háskólans í Reykjavík um verkefni sem tengjast og/eða tilheyra rektor HR og frumkvæði að slíkri sköpun
- Aðstoð við innri miðlun rektors HR
- Greining og ráðgjöf í samskipta- og kynningarmálum
- Þátttaka í að þróa og framkvæma kynningar-, markaðs- og samskiptastarf HR
- Virk þátttaka í vísindamiðlun HR
- Samskipti við fjölmiðla
- Umsjón með ársskýrslu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Reynsla af upplýsingamiðlun , t.d. í störfum fyrir fjölmiðla
- Frumleiki og hæfni í efnissköpun
- Góð stafræn hæfni og reynsla af miðlun á samfélagsmiðlum
- Áhugi og hæfni til að fylgjast með og greina umræðu í samfélaginu
- Góð samskipta- og skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Geta til að vinna undir álagi
- Jákvæðni í starfi og geta til að vinna vel í liðsheild
Umsóknir berist rafrænt í gegnum umsóknarvef Háskólans í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2025.
Allar nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild Háskólans í Reykjavík, [email protected], Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðukona samskiptasviðs, [email protected] og Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri háskólaskrifstofu.











