Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri kennslukerfa og gervigreindar

Kennsluþróun HR leitar að framsýnum og lausnamiðuðum samstarfsfélaga til að gegna fjölbreyttu og krefjandi hlutverki við stuðning, þróun og þjálfun í notkun á stafrænum kennsluverkfærum með áherslu á kennslukerfið Canvas. Starfið felur einnig í sér að leiða þjálfun og ráðgjöf í ábyrgri og árangursríkri notkun gervigreindar í námi og kennslu.

Helstu verkefni:

  • Almenn umsjón með kennslukerfinu Canvas, ásamt stuðningi við kennara háskólans
  • Skipulagning og framkvæmd þjálfunar fyrir kennara í notkun Canvas og tengdra stafrænna kennsluverkfæra
  • Innleiðing og stuðningur við stefnu háskólans um notkun gervigreindar í námi og kennslu
  • Ráðgjöf og leiðbeiningar fyrir kennara um notkun gervigreindar í kennslu og námsmati
  • Umsjón með skipulagi og framkvæmd vinnustofa og fræðsluviðburða um gervigreind í námi og kennslu
  • Þátttaka í umbótaverkefnum Kennsluþróunar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla á sviði kennslufræða er nauðsynleg
  • Þekking og reynsla af notkun gervigreindar í námi og kennslu er nauðsynleg
  • Hæfni til að miðla þekkingu og veita þjálfun á skýran og hvetjandi hátt
  • Teymishugsun, lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi ásamt skipulagshæfni og faglegum vinnubrögðum
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
  • Kunnátta í forritun er mikill kostur
  • Reynsla af Canvas eða öðrum kennslukerfum er kostur
  • Þekking og reynsla af háskólastarfi er kostur

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningabréf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrefna Pálsdóttir, forstöðukona Kennsluþróunar, [email protected] og Mannauðsdeild HR, [email protected]. Umsóknarfrestur til og með 18.05.2025. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnað.

Auglýsing birt29. apríl 2025
Umsóknarfrestur18. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar