Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnisstjóri vef- og markaðsmála á Heilbrigðisvísindasvið

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í vef- og markaðsmálum á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Við leitum að metnaðarfullri og hugmyndaríkri manneskju til að gegna lifandi og skemmtilegum verkefnum á sviði markaðs- og vefmála. Viðkomandi mun helst vinna við uppfærslu og efnisskrif fyrir vefi sviðsins, sem og efnissköpun fyrir samfélagsmiðla, með sérstakri áherslu á vísindamiðlun.

Verkefnisstjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, ásamt öðru starfsfólki á sviðsskrifstofu. Starfsfólk sviðsskrifstofu sinnir margvíslegri stoðþjónustu á sviði náms, kennslu, rannsókna, mannauðsmála, reksturs og fjármála, auk markaðs- og vefmála.

Í stefnu Háskóla Íslands - HÍ26 - er áhersla lögð á að skólinn sé góður vinnustaður, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Tekin hefur verið upp 36 stunda vinnuvika meðal starfsfólks í stjórnsýslu skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vefumsjón; vinna við nýja vefi og viðhald á núverandi vefjum sviðs og deilda

  • Umsjón með samfélagsmiðlum ásamt efnissköpun

  • Umsjón með gerð kynningarefnis af ýmsu tagi, t.a.m. í tengslum við námskynningar

  • Þátttaka í undirbúningi viðburða

  • Þátttaka í stafrænni þróun sviðsins

  • Önnur tilfallandi verkefni á sviði vef- og markaðsmála

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist starfi

  • Reynsla af vefsíðugerð, aðallega í Wordpress og Drupal

  • Þekking og reynsla af helstu samfélagsmiðlum, þ.m.t. Facebook, Instagram og TikTok, og á auglýsingakerfum Facebook/Meta og Google

  • Þekking og reynsla af notkun Canva eða hönnunarforrita Adobe er kostur

  • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði

  • Reynsla af skipulagningu ráðstefna og funda æskileg

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

  • Færni í samskiptum, sveigjanleiki, hugmyndaauðgi, drifkraftur og rík þjónustulund

Auglýsing birt12. maí 2025
Umsóknarfrestur22. maí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vatnsmýrarvegur 16, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar