

Erindreki landsbyggðar & Verkefnastjóri viðburða
Markmið með starfi erindreka er að efla starf skátafélaga í landinu og vinna að því að fjölga skátum í starfi með stuðningi við skátafélög ásamt því að vinna að og eftir atvikum leiða verkefni sem stuðla að aukinni þátttöku í skátastarfi.
Leitað er eftir að erindreki sýni mikið frumkvæði og eigi auðvelt með að vinna með ungu fólki, sé framfærin, geti unnið sjálfstætt, skipulagt verkefni og stýrt verkefnum jafnt sem að vinna í hópastarfi. Óskað er sérstaklega eftir því að Erindreki þessi sé búsett á landsbygðinni og þá sérstaklega á norðurlandi.
Erindreki á að vera mikið í beinum samskiptum við skátafélög á landsbyggðinni og sveitastjórnir/bæjarstjórnir eftir tilvikum – í samráði við framkvæmdastjóra BÍS.
Í starfi þessu felst einnig viðburðastjórnun í samstarfi við annað starfsfólk BÍS og í samráði við starfsráð. Sérstök áhersla verður lögð á stuðning við mótsnefnd Landsmóts skáta sem haldið verður á Hömrum, Akureyri árið 2026 auk annarra viðburða.
Vinnutími er sveigjanlegur, starfsaðstaða einnig og gert er ráð fyrir því að erindreki sé töluvert á ferðinni í heimsóknum til skátafélaga, forsvarsmanna sveitarfélaga og stuðningsaðila skátastarfs.
Erindrekstur
- Veita stuðning við uppbyggingu skátastarfs, fjölgun skátafélaga og skáta í starfi
- Samtal og samvinna með sveitastjórnum/bæjarstjórnum eftir tilvikum
- Styðja við verkefni fyrir skátafélög í landinu sem tengjast skátaaðferðinni og dagskrármálum
- Stuðningur við foringja og stjórnir skátafélaga
- Miðla upplýsingum á heimasíðu skátanna
- Aðstoð við fræðslumál og námskeiðahald í skátastarfi
- Aðstoða skátafélög við styrkumsóknir
Viðburðastjórnun
- Styðja mótsstjórn Landsmótar skáta 2026 í undirbúningi
- Samskipti við erlenda skátahópa
- Skráningar (innlendra og erlendra skáta) á Landsmót
- Rútuferðir, skráningar, skipulag og utanumhald á ferðum innlendra og erlendra skáta (pre & post tours) ásamt samskiptum við birgja.
- Vinna að markaðssetningu Landmóts í samvinnu við mótsstjórn og markaðsstýru BÍS
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af skipulagningu og stjórnun verkefna/viðburða
- Mjög sjálfstæð vinnubrögð og afburða frumkvæði
- Eftirfylgni með verkefnum
- Góð mannleg samskipti og með góða, jákvæða og hvetjandi framkomu
- Eiga auðvelt með að vinna með öðrum og virkja fólk
- Nauðsynlegt að hafa mikla reynslu og brennandi áhuga á skátastarfi, með þekkingu á stöðu skátastarfs á Íslandi í dag og hafa verið virk/ur í starfi undanfarin ár
- Geta til þess að vinna undir álagi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Fjölskylduvæn stefna
- Heilsustyrkur
- Hvetjandi starfsumhverfi









