
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður er einn af stærstu vinnuveitendum á Akranesi en hjá bænum starfa tæplega 800 manns í 20 stofnunum. Akraneskaupstaður rekur tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, frístundastörf, búsetukjarna, miðlæga skrifstofu, tónlistarskóla, bókasafn, slökkvilið og byggðasafn svo fátt eitt sé nefnt. Akranes er framsækið sveitarfélag sem leggur fyrir sig jákvæðni, metnað og viðsýni í þjónustu og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Akranes er heillandi bæjarfélag með rúmlega 8.000 íbúa, stærsti íbúakjarni Vesturlands. Akranes er einstaklega fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Akranes er bæði Heilsueflandi og Barnvænt samfélag og framfylgir stefnu um slíkt. Á Akranesi búa hamingjusömustu íbúar landsins enda menningin, umhverfið og landslagið einstakt. Það sem einkennir Akranes er flatlendi þess og er því mjög þægilegt að ganga og hjóla um Akranes.

Upplýsingafulltrúi hjá Akraneskaupstað
Akraneskaupstaður leitar að framsýnum og lausnamiðuðum upplýsingafulltrúa sem hefur brennandi áhuga á upplýsingamiðlun og notkun samfélagsmiðla til að efla tengsl við íbúa og samfélagið. Upplýsingafulltrúi er í þjónustuteymi á stjórnsýslu- og fjármálasviði og tekur þátt í þróun á stafrænni stjórnsýslu og upplýsingamiðlun með það að markmiði að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem krefst frumkvæðis, fagmennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ritun fréttatilkynninga, efnisgerð á vef og samfélagsmiðla
- Þátttaka í stafrænni vegferð sveitarfélagsins
- Umsjón með samfélagsmiðlum, markaðs- og kynningarmálum
- Gerð auglýsinga, kynningar- og markaðsefnis
- Stuðningur við starfsfólk og stofnanir bæjarins og þróun á innri vef
- Efling á ímynd bæjarins og gagnsæi í samskiptum við íbúa og fyrirtæki
- Aðstoð við framkvæmd viðburða og kynningar
- Samskipti við fjölmiðla og svörun fyrirspurna frá almenningi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Frumleiki og hæfni í efnissköpun, bæði á texta- og myndefnisformi
- Reynsla af miðlun á samfélagsmiðlum og stafrænum samskiptum
- Þekking og reynsla af vefumsjónarkerfum og forritum, t.d. Canva
- Mjög góð kunnátta í Office 365
- Þekking á Sharepoint æskileg
- Reynsla af verkefnastjórnun og þjónustu.
- Góð samskipta- og skipulagshæfni, sjálfstæði og jákvæðni í starfi
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur11. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Notendarannsóknir / Customer Researcher
Smitten

Markaðsfulltrúi / Senior Marketing Manager
Smitten

Starfsmaður knattspyrnudeildar Breiðabliks
Breiðablik

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
Háskólinn í Reykjavík

Samskiptaleiðtogi
Festa - miðstöð um sjálfbærni

Policy Officer in the Political, Press and Information Section
Sendinefnd Evrópusambandsins

Verkefnastjóri við opinber innkaup lyfja á Landspítala
Landspítali

Viltu verða Kaupmaður í Kron skóbúð?
Kron

Upplýsinga- og gagnastjóri
Mosfellsbær

Viðskipta- og markaðsstjóri
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Birtingastjóri
Kontor Auglýsingastofa ehf

Home Based - Personalized Internet Ads Assessor – Icelandic
TELUS Digital