Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Upplýsingafulltrúi hjá Akraneskaupstað

Akraneskaupstaður leitar að framsýnum og lausnamiðuðum upplýsingafulltrúa sem hefur brennandi áhuga á upplýsingamiðlun og notkun samfélagsmiðla til að efla tengsl við íbúa og samfélagið. Upplýsingafulltrúi er í þjónustuteymi á stjórnsýslu- og fjármálasviði og tekur þátt í þróun á stafrænni stjórnsýslu og upplýsingamiðlun með það að markmiði að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem krefst frumkvæðis, fagmennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ritun fréttatilkynninga, efnisgerð á vef og samfélagsmiðla
  • Þátttaka í stafrænni vegferð sveitarfélagsins
  • Umsjón með samfélagsmiðlum, markaðs- og kynningarmálum
  • Gerð auglýsinga, kynningar- og markaðsefnis
  • Stuðningur við starfsfólk og stofnanir bæjarins og þróun á innri vef
  • Efling á ímynd bæjarins og gagnsæi í samskiptum við íbúa og fyrirtæki
  • Aðstoð við framkvæmd viðburða og kynningar
  • Samskipti við fjölmiðla og svörun fyrirspurna frá almenningi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Frumleiki og hæfni í efnissköpun, bæði á texta- og myndefnisformi
  • Reynsla af miðlun á samfélagsmiðlum og stafrænum samskiptum
  • Þekking og reynsla af vefumsjónarkerfum og forritum, t.d. Canva
  • Mjög góð kunnátta í Office 365
  • Þekking á Sharepoint æskileg
  • Reynsla af verkefnastjórnun og þjónustu.
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni, sjálfstæði og jákvæðni í starfi
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur7. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar