Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Akademísk staða - upplýsingatækniréttur og tengd réttarsvið

Lagadeild Háskólans í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna kennslu og rannsóknum. Sérstök áhersla er lögð á svið upplýsingatækniréttar með snertiflöt við m.a. gervigreind, netöryggi og stafrænt samfélag. Um er að ræða fjölbreytt starf með möguleika á því að móta rannsóknir og kennslu á þessu síbreytilega og mikilvæga sviði. Ráðið verður í stöðu háskólakennara, lektors, dósents eða prófessors í samræmi við hæfismat.

Starfssvið

Viðkomandi mun m.a.:

  • Sinna kennslu við lagadeild og koma að þróun á öflugu námsframboði
  • Taka þátt í mikilvægri uppbyggingu innan deildarinnar
  • Vinna að sjálfstæðum rannsóknum og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegs fræðasamfélags
  • Leiðbeina nemendum í rannsóknarverkefnum og lokaritgerðum

Lagadeild HR leggur ríka áherslu á virkt samstarf innan og utan háskólans, þverfaglegt nám og rannsóknir auk miðlunar fræðilegrar þekkingar til samfélagsins. Starfið býður því upp á tækifæri til að hafa áhrif og marka sérstöðu á mikilvægu og vaxandi sviði innan lögfræðinnar.

Hæfnikröfur

  • Doktors- eða fullnaðarpróf í lögfræði
  • Reynsla af fræðiskrifum og kennslu á háskólastigi æskileg
  • Áhugi eða sérþekking á sviði upplýsingatækniréttar og tengdra sviða
  • Áhugi á nýjungum í kennslu og miðlun þekkingar til nemenda, fræðasamfélags og almennings
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og færni til að móta nýtt fræðasvið
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

Umsókn skal fylgja:

  • Starfsferilskrá og ritaskrá
  • Afrit af prófskírteinum
  • Yfirlit yfir birt ritverk
  • Yfirlit um fyrirhugaðar rannsóknir (e. research statement)
  • Yfirlit um fyrirhugaða kennslu og framtíðarsýn í kennslu (e. teaching statement)
  • Gögn til vitnis um árangur í kennslu
  • Nöfn og upplýsingar um a.m.k. tvo meðmælendur
  • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri

Umsóknir berist rafrænt í gegnum vef Háskólans í Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2025.

Allar nánari upplýsingar veitir Mannauðsdeild Háskólans í Reykjavík, [email protected] eða Gunnar Þór Pétursson forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, [email protected]

Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur16. maí 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FræðigreinarPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar