

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Datera óskar eftir metnaðarfullum einstaklingi til að bætast í öflugan hóp sérfræðinga í stafrænni markaðssetningu. Viðkomandi mun fá tækifæri til að vinna með fjölbreyttum og áhugaverðum viðskiptavinum og sinna krefjandi verkefnum í skapandi og lifandi umhverfi.
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á stafrænni markaðssetningu og er tilbúinn að tileinka sér þekkingu á árangursríkum stafrænum auglýsingaherferðum.
-
Uppsetning og stýring stafrænna herferða
-
Sérhæfð vinna með leit og leitarvélabestun
-
Markviss samskipti og ráðgjöf við viðskiptavini
-
Greining gagna og skýrslugerð til að meta árangur herferða
-
Áætlanagerð og þátttaka í stefnumótun
-
Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
-
Reynsla af vinnu við stafrænar auglýsingar er mikill kostur
-
Þekking og reynsla af Facebook og Google auglýsingakerfunum er mikill kostur
-
Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
-
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og vilji til að þróast í starfi
-
Gott vald á íslensku og góð máltilfinning
Datera er þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki á sviði markaðssetningar og birtinga. Við sérhæfum okkur í gagnadrifnum og sjálfvirkum auglýsingaherferðum, leitarvélaherferðum og almennum birtingaáætlunum. Við hámörkum árangur og nýtingu markaðsfjár viðskiptavina okkar með þekkingu, innsæi og nýjustu tæknilausnum á sviði stafrænnar markaðssetningar.
-
Lifandi og skemmtilegt starfsumhverfi í miðbæ Reykjavíkur
-
Greiddur hádegismatur 2-3 sinnum í viku
-
Mánaðarlegir fræðslumorgnar
-
Sveigjanlegur vinnutími
-
Öflugt félagslíf
Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2025.













