Breiðablik
Breiðablik
Breiðablik

Markaðsstjóri Breiðabliks

Við leitum að hæfileikaríkum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á íþróttum til að efla ímynd og ásýnd allra deilda Breiðabliks. Í starfinu felst ábyrgð á markaðsmálum og tekjuöflun félagsins. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að taka þátt í frábæru starfi hjá stærsta íþróttafélagi landsins sem heldur úti starfi í 13 deildum auk fjölbreytts mótahalds fyrir þúsundir þátttakenda á hverju ári.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun á vörumerki og ímynd félagsins
  • Gerð markaðsáætlana, sölustefnu og söluáætlana
  • Innri og ytri markaðssetning
  • Tekjuöflun í gegnum styrktarsamninga, fjáraflanir og auglýsingasölu
  • Utanumhald og ábyrgð á vefverslun og Blikabúð
  • Eiga frumkvæði að nýjum samstarfssamningum og byggja upp samskipti við samstarfsaðila
  • Viðburðastjórnun
  • Kynning á deildum félagsins og starfi þeirra
  • Vinnsla markaðsefnis fyrir vefsíðu og samfélagsmiðla ásamt umsjón með fréttabréfum
  • Samstarf við stjórnir deilda og stuðningur við markaðsstarf þeirra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Farsæl reynsla af sambærilegum verkefnum
  • Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
  • Góð samskiptahæfni og færni til að vinna í teymi
  • Mjög góð færni í íslensku og góð kunnátta í ensku
Auglýsing birt14. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Dalsmári 5, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar