Luxor
Luxor
Luxor

Sölumaður í hljóð-, ljósa- og myndlausnum.

Luxor leitar að öflugum sölufulltrúa í hljóð-, ljósa- og myndlausnum!

Við erum að leita að drífandi einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt við sölu á ljósa-, hljóð- og myndlausnum. Starfið felur meðal annars í sér að:

  • Setja saman tilboð, svara fyrirspurnum og aðstoða við val á búnaði

  • Heimsækja viðskiptavini og byggja upp langtímasambönd

  • Hafa samskipti við innlenda og erlenda birgja

  • Þróa vöruúrval og finna ný tækifæri á markaði

  • Geta leitt uppsetningu á tækjabúnaði og aðstoða viðskiptavini við innleiðingu.

Hæfniskröfur:

  • Góð færni í íslensku og ensku

  • Reynsla af viðburðatækni, eða úr leikhúsi, kvikmyndagerð eða tónleikaiðnaði er kostur

  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og drifkraftur til að þróa ný verkefni

  • Jákvætt hugarfar, góð samskiptahæfni og skemmtilegur persónuleiki

Við bjóðum upp á spennandi tækifæri í líflegu starfsumhverfi þar sem hugmyndaflug, frumkvæði og gleði skipta miklu máli. Ef þú ert týpan sem ferð í leikhús og horfir meira á tækin en leikarana, þá erum við líklega að leita að þér.

Fullum trúnaði er heitið.

Umsókn skal fylgja ferilskrá.

Luxor tækjaleiga ehf. er leiðandi í búnaði og þjónustu fyrir sviðs-, ljósa- og hljóðlausnir. Söludeildin er með sterk umboð í ljósabúnaði, myndavélum, sviðsbúnaði, drapperingarefnum, skjávörpum, myndserverum og upphengibúnaði, hátalara, hljóðnema og mixer-búnaðar, sem nýttur er af fyrirtækjum og stofnunum víða um land. Við veitum ráðgjöf, sölu og uppsetningu og tryggjum framúrskarandi þjónustu og sveigjanleika fyrir lítil sem stór verkefni.

Meðal stærstu viðskiptavina eru öll atvinnuleikhús landsins, Stöð 2, RÚV, Harpa, Arion banki, Hof, Ísgöngin í Langjökli, Gamla bíó ofl.

Fyrirspurnir skal senda á [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2025

Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vesturvör 32B, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar