Kraðak ehf.
Kraðak ehf.
Kraðak ehf.

Sölustjóri hjá umboðsskrifstofu

Kraðak leitar að sölumanni fyrir umboðsskrifstofuna sína.

Starfið felst fyrst og fremst í samskiptum við viðburðahaldara í gegnum síma og tölvupóst með það að markmiði að finna skemmtiatriði sem henta hverjum viðburði fyrir sig.

Kraðak mun setja í loftið nýja heimasíðu í næsta mánuði og er það einnig hlutverk sölumanns að halda henni við, bæta við nýjum listamönnum og taka út þá sem ekki eru lengur starfandi. Einnig er möguleiki á að bæta við samfélagsmiðlum Kraðaks.

Í boði eru föstu mánaðarlaun fyrir lágmarksvinnu en að auki eru launin frammistöðutengd og geta hækkað hratt hjá réttum aðilum.

Hægt að vinna að heiman og vinnutíminn er sveigjanlegur.

Launin eru verktakagreiðslur.

Helstu verkefni og ábyrgð

Svara síma og tölvupósti, viðhald á vefsíðu og efni á samfélagsmiðlum. 

Menntunar- og hæfniskröfur

Brennandi áhugi fyrir hvers konar menningarviðburðum, tónlist, uppistandi, leikhúsi o.s.frv.
Góð þjónustulund og öryggi í samskiptum í gegnum síma. 
Reynsla af viðburðastjórnun er kostur. 
Framúrskarandi íslenskukunnátta er skilyrði.

Fríðindi í starfi

Starfinu fylgja oft boð á hvers konar menningarviðburði. 

Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur14. mars 2025
Laun (á mánuði)50.000 - 300.000 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar