Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn

Hugbúnaðarteymið okkar stækkar

Við leitum að sjálfstæðri og umbótasinnaðri manneskju með reynslu af framendaforritun í hugbúnaðarteymi Ljósleiðarans.

Við leggjum áherslu á að vera í góðu samtali við okkar viðskiptavini og að nýta hugbúnaðarlausnir á skapandi hátt til að auka þjónustuupplifun. Því er góð samskiptafærni lykilforsenda árangurs í þessu starfi ásamt reynslu af hugbúnaðarþróun. Ef þú brennur fyrir nýrri tækni og vilt smíða vörur sem hafa áhrif þar sem mikið liggur við þá erum við að leita að þér!

Hæfniskröfur:

  • Haldbær reynsla af forritunarmálum eins og React og Vue.js
  • Þekking á skýjaþjónustum og reynsla af starfsumhverfi í AWS
  • Menntun í tölvunarfræði, skyldum greinum eða haldbær reynsla af hugbúnaðargerð.

Helstu viðfangsefni

Í starfinu felst m.a. þróun og viðhald á framendalausnum Ljósleiðarans, samstarf við önnur teymi til að tryggja framúrskarandi virkni og notendaupplifun, innleiðing nýjustu tækni og aðferða í forritun ásamt því að leysa tæknileg vandamál og útfæra nýjar hugmyndir.

Hjá okkur færðu tækifæri til að vinna í hópi sérfræðinga sem hefur það hlutverk að hanna og sjá um rekstur fjarskiptakerfa félagsins ásamt uppbyggingu og þróun á nýjum lausnum.

Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur20. september 2024
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar