Advania
Advania
Advania

Verkefnastjóri veflausna

Við leitum að öflugum og markmiðadrifnum verkefnastjóra og tæknilegum ráðgjafa til að stýra fjölbreyttum verkefnum innan Veflausna Advania sem og veita ráðgjöf og leiðbeina notendum hinna ýmsu lausna. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem viðkomandi heldur mörgum boltum á lofti og starfar náið með starfsfólki og stjórnendum stærstu fyrirtækja landsins. Við leitum að lausnamiðuðum einstakling sem brennur fyrir því að hjálpa viðskiptavinum að ná árangri á sínu sviði með snjöllum tæknilausnum.

Veflausnir

Hjá okkur starfa metnaðarfullir forritarar og ráðgjafar en um er að ræða eina stærstu vefstofu landsins þar sem mikil áhersla er lögð á öguð og vönduð vinnubrögð, stöðuga endurmenntun starfsmanna og stanslaust stuð. Þannig höldum við okkur og viðskiptavinum okkar á tánum í hröðum heimi tækninnar. Við setjum viðskiptavini okkar í fyrsta sætið og hjálpum þeim að skara fram úr.

Sem verkefnastjóri og ráðgjafi tryggir þú gæði, öguð og vönduð vinnubrögð og berð ábyrgð á að verkefnum sé skilað með árangursríkum hætti til viðskiptavina og leiðbeinir þeim með notkun á hinum ýmsu lausnum og tryggir þannig að þau nái árangri í sinni stafrænu vegferð.

Helstu verkefni

  • Skipulag og stjórnun minni og stærri verkefna viðskiptavina
  • Gerð verkáætlana og forgangsröðun aðgerða
  • Þarfagreiningar
  • Almenn ráðgjöf og þjónusta
  • Þátttaka í prófunum og innleiðingum á hugbúnaði
  • Tryggja að markmiðum verkefna sé náð
  • Ofurnotandi á vefkerfi (e. superuser)
  • Kennsla á vefkerfi

Þekking og reynsla

  • Menntun sem nýtist í starfi og/eða
  • Reynsla af hugbúnaðar- og/eða vefverkefnum nauðsynleg
  • Reynsla af verkefnastjórn í hugbúnaðarverkefnum æskileg
  • Frumkvæði og drifkraftur
  • Lausnamiðuð hugsun og fagleg vinnubrögð
  • Skipulags – og leiðtogahæfileikar
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Samningatækni

Að auki er kostur ef umsækjendur búa yfir/hafi:

  • Reynsla og þekking á Agile og Scrum hugmyndafræði
  • Þekkingu á notendaupplifun og notendaviðmóti (UX/UI)

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur um menntun eða reynslu þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um. Þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar