Landssamtök lífeyrissjóða
Landssamtök lífeyrissjóða

Sérfræðingur í greiningum og úrvinnslu gagna

Landssamtök lífeyrissjóða leita að öflugum einstaklingi með góða hæfni til að annast greiningu á ýmsum hagstærðum og víðtæka þekkingu og getu til að starfa skipulega og sjálfstætt. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir góðum samskiptahæfileikum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast greiningu, úrvinnslu og samantekt á ýmsum gagnlegum hagtölum fyrir lífeyrissjóði.
  • Veita faglega aðstoð við starfshópa sem starfa á vegum samtakanna.
  • Sinna almennum skrifstofustörfum.
  • Önnur verkefni í samráði við framkvæmdastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. hagfræði-, viðskipta- eða verkfræðimenntun.
  • Framhaldsmenntun er æskileg.
  • Eiga mjög gott með að annast greiningarvinnu og úrvinnslu tölfræðigagna.
  • Eiga auðvelt með framsetningu á skriflegum texta.
  • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að starfa sjálfstætt.
  • Afburðagóð enskukunnátta, vald á öðrum tungumálum, einkum norðurlandamáli, er kostur.
  • Góðir samskiptahæfileikar.
Auglýsing birt11. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
DanskaDanskaMeðalhæfni
Staðsetning
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar