
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Holtakot auglýsir eftir deildastjóra í 100% starf
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar". Auk þess að vinnum við út frá Leikur að læra þar sem áherslan er á bóklegt nám í gengum leik.
Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.
Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
- Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
- Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
- Sér um foreldrasamstarf á deildinni
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
Hlunnindi í starfi
- Full stytting eða einn frídagur í mánuði og hluti af styttingu safnað í frídaga (sem teknir eru utan sumarorlofstímabils)
- Leikskólinn er lokaður í dymbilviku og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud.- fimmtud. og 7:30-16:00 á föstudögum
- Fimm skipulagsdagar á ári
- 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
- Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyrir börn starfsmanna
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt árskort í sundlaugar bæjarins
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt bókasafnskort í Bókasafn Garðabæjar ásamt fríu menningarkorti í Hönnunarsafn Íslands
- Eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk
Auglýsing birt25. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Verkefnastjóri skólaþjónustu grunnskóla
Garðabær

Krakkakot auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara á miðstig
Garðabær

Þroskaþjálfi óskast við Sjálandsskóla
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara á yngsta stig
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir kennara í smíði og nýsköpun
Garðabær

Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara í hreyfingu
Garðabær
Sambærileg störf (12)

Kennarar óskast á yngsta stig í Kópavogsskóla
Kópavogsskóli

Samfélags- og náttúrufræðikennsla á unglingastigi
Árbæjarskóli

Heilsuleikskólinn Suðurvellir auglýsir eftir kennurum
Sveitarfélagið Vogar

Sérkennari í Laugasól
Leikskólinn Laugasól

Umsjónarkennari í 1. - 4. bekk skólaárið 2025-26
Smáraskóli

Hönnun og smíði í Árbæjarskóla haustið 2025
Árbæjarskóli

Árbæjarskóli auglýsir eftir verkefnastjóra í ÍSAT
Árbæjarskóli

Flataskóli óskar eftir deildarstjóra
Flataskóli

Flataskóli óskar eftir umsjónarkennara
Flataskóli

Flataskóli leitar eftir atferlisfræðingi
Flataskóli

Urriðaholtsskóli óskar eftir atferlisþjálfa í stoðþjónustu
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara
Urriðaholtsskóli