Flataskóli
Flataskóli
Flataskóli

Flataskóli óskar eftir deildarstjóra

Flataskóli auglýsir eftir deildarstjóra í fullt starf frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða framtíðarstarf.Í Flataskóla starfa um 300 nemendur í 1. - 7. bekk og um 50 starfsmenn. Þar ríkir faglegur metnaður og námsmenning leiðsagnarnáms er þar leiðandi. Skólinn er einnig Réttindaskóli Unicef og rík áhersla er lögð á jákvæð og uppbyggileg samskipti milli allra aðila skólasamfélagsins.

Gott andrúmsloft, umhyggja og góður námsárangur er sameiginlegur metnaður starfsfólks. Í skólanum er gott samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.Sýn Flataskóla er að í skólanum sé ýtt undir seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd nemenda og starfsfólks. Námið í skólanum er áhugavert, gerðar eru skýrar væntingar til nemenda og öllum gert kleift að vaxa.

Áhersla á S-in fimm seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd á að vera sýnileg í öllu okkar starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er tengiliður í þágu farsældar barna
  • Vinnur með og undir stjórn skólastjóra og aðstoðarskólastjóra
  • Vinnur að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsmönnum
  • Er hluti af stjórnunarteymi grunnskólans
  • Vinnur með foreldrafélagi að samvinnu heimilis og skóla
  • Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum
  • Sinnir kennslu á viðkomandi skólastigi skv. kjarasamningi SÍ
  • Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Ber ábyrgð á teymisfundum og stýrir þeim
  • Er tengiliður við heimili í nemendamálum
  • Er tengiliður vegna Mentor
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Lágmark 90 námseiningar á einu sviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg
  • Áhugi og reynsla af leiðsagnarnámi æskileg
  • Farsæl kennslureynsla af yngsta og/eða miðstigi grunnskóla
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á skólaþróun
  • Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð tölvukunnátta
Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.