

Laus staða deildarstjóra í Urðarhóli
Leitum að kennara til að taka að sér deildarstjórn hjá okkur í Urðarhóli. Við leitum að faglegum leiðtoga til að bætast í flotta hópinn okkar þar sem fagmennska, góð samskipti og gleði ríkja. Leikskólinn Urðarhóll tók til starfa í nóvember árið 2000 og er sex deilda skóli þar sem 130 börn á aldrinum 2 - 6 ára nema. Skólinn er staðsettur á Kópavogsbraut 19.
Urðarhóll vinnur eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og einkunnarorð okkar eru heilbrigði, sköpunargleði og vinátta. Lögð er áhersla á góð samskipti, sjálfstæði einstaklingsins og sjálfssprottna leikinn.
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
- Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
- Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
- Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni.
- Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.
-
Kennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
-
Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
-
Sjálfstæð vinnubrögð.
-
Reynsla að vinnu með börnum.
-
Reynsla af stjórnun.
-
Góð íslenskukunnátta.












