Leikskólinn Sumarhús
Leikskólinn Sumarhús
Leikskólinn Sumarhús

Leikskólakennarar

Leikskólinn Sumarhús, nýr leikskóli í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa. Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingum með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.

Í leikskólanum sem verður fimm deilda er gert ráð fyrir 150 börnum á aldrinum 1-5 ára og mun skólinn starfa eftir heilsustefnunni þar sem heilsa og vellíðan nemanda, starfsfólks og samfélagsins alls verður í forgrunni. Sköpun og leikurinn eru einnig mikilvægur hlekkur í starfinu og er þetta frábært tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling til að koma að þróun leikskólans frá upphafi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna, fylgist með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega

  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra

  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra 

  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/ forráðamenn barnanna

  • Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra

  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

  • Tekur þátt í teymisvinnu innan skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara með áherslu á leikskólastarf eða aðra sambærilega menntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla af leikskólastarfi

  • Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót 

  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 

  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur 
  • Líkamsræktarstyrkur 
  • Sundkort 
  • 36 stunda vinnuviku er náð með 38 stunda vinnuframlagi vikulega.  Starfsfólk safnar því tveimur stundum vikulega sem nýttir er sem frí á skráningardögum leikskóla Mosfellsbæjar
Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur22. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vefarastræti 2-6, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar