Leikskólinn Krakkaborg
Leikskólinn Krakkaborg
Leikskólinn Krakkaborg

Leikskólakennari óskast í Krakkaborg

Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi er þriggja deilda leikskóli þar eru nemendur á aldrinum 1–6 ára. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði John Dewey og leggur áherslu á að ungir nemendur læri með því að gera (e. Learning by doing), undir einkunnarorðunum „Hugur – Hjarta – Hönd“. Í Krakkaborg er lögð rík áhersla á umhverfismennt, grenndarkennslu og sjálfbærni.

Við leitum að leikskólakennara í okkar góða starfsmannahóp í Krakkaborg. Starfið er 100% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í ágúst 2025.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu leikskólans https://krakkaborg.leikskolinn.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi

stytting vinnuvikunar

Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur22. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Þingborg 166286, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Metnaður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar