
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Þroskaþjálfi óskast við Sjálandsskóla
Sjálandsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í framtíðarstarf. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. ágúst 2025.
Sjálandsskóli er grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 270 nemendur og 60 starfsmenn. Í Sjálandsskóla ríkir góður starfsandi og lögð er áhersla á skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu með hag nemenda að leiðarljósi.
Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað og er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla. Viðkomandi mun halda utan um málefni nemenda á miðstigi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna með nemendum með þroska- og hegðunarfrávik
- Vinna með kennurum og öðrum samstarfsaðilum að námi og þroska nemanda
- Gerð einstaklingsáætlunar, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsaðstæður og námsefni í samvinnu við annað fagfólk og foreldra
- Stuðla að velferð nemanda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Þátttaka í teymisvinnu
- Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemanda og starfsfólks
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til að starfa sem þroskaþjálfi
- Reynsla af vinnu með börnum er kostur
- Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði á stigi C-1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur26. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

Sjálandsskóli óskar eftir kennara í smíði og nýsköpun
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara á miðstig
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara á yngsta stig
Garðabær

Enskukennari í Garðaskóla
Garðabær

Dönskukennari í Garðaskóla
Garðabær

Stærðfræðikennari í Garðaskóla
Garðabær

Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara í hreyfingu
Garðabær

Sumarstörf í sundlauginni Ásgarði
Garðabær

Sumarstörf í sundlauginni Álftanesi
Garðabær
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Leikskólakennari
Leikskólinn Álfaborg

Sérkennari/Þroskaþjálfi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Sérkennsla - HOLT
Leikskólinn Holt

Þroskaþjálfi / starfsmaður í sérkennslu
Leikskólinn Steinahlíð

Þroskaþjálfi óskast í Hvassaleitisskóla
Hvassaleitisskóli

Sérkennari/stuðningsfulltrúi óskast í leikskólann Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg

Atferlisþjálfi/þroskaþjálfi
Leikskólinn Hof

Sérkennari/þroskaþjálfi - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólinn Höfðaberg óskar eftir að ráða sérkennslustjóra
Leikskólinn Höfðaberg

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Sérkennari í Laugasól
Leikskólinn Laugasól