Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli óskar eftir atferlisþjálfa í stoðþjónustu

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ. Auglýst er eftir háskólamenntuðum einstaklingum til að sinna m.a. stuðningi og þjálfum barna á leik- og grunnskólastigi. Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Unnið er út frá atferlismótandi starfsháttum og er skólinn í samstarfi við Háskóla Íslands varðandi nám í hagnýtri atferlisgreiningu. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir atferlisþjálfun nemenda á leik- og grunnskólastigi og vinnur undir stjórn deildarstjóra stoðþjónustu skólans
  • Koma að þjálfun, stuðningi og atferlismótun barna á leikskólastigi
  • Halda utan um þjálfun og daglegt starf barna
  • Vinna að áætlanagerð og mati á framvindu barna í samráði við sérkennslustjóra og heimsvæðastjóra/umsjónarkennara
  • Situr teymisfundi, nemendaverndarráðsfundi og sinnir foreldrasamstarf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • BS í sálfræði eða á sviði menntunar-, uppeldis- eða kennslufræði eða sambærilegt nám
  • Viðbótarnám í hagnýtri atferlisgreiningu er skilyrði
  • Reynsla af starfi í leikskóla og grunnskóla æskileg
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
  • Góð íslenskukunnátta á stigi C1 skv. evrópska tungumálarammanum
Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar