Hornsteinn ehf
Hornsteinn ehf
Hornsteinn ehf

Gæðafulltrúi

Hornsteinn leitar að gæðafulltrúa sem hefur metnað fyrir sjálfbærni, gæða- og öryggismálum og vill taka þátt í að gera mannvirkjagerð á Íslandi vistvænni.

Í starfinu felst að móta ferla, innleiða stjórnkerfi og stuðla að því að framleiðsla hjá dótturfélögunum BM Vallá og Björgun–Sement sé í samræmi við stjórnkerfi fyrirtækjanna. Viðkomandi kemur til með að vinna þvert á svið og vinna verkefni í nánu samstarfi við stjórnendur og framleiðsluteymi.

Starfið er á umhverfis- og gæðasviði þar er unnið er að umbótum á innri ferlum, að vörur fyrirtækjanna standist ströngustu kröfur um gæði og stuðla að öryggis- og gæðamenningu innan fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innleiðing, viðhald og þróun stjórnkerfa samkvæmt ISO 9001, ISO 45001 og ISO 14001
  • Innleiðing, viðhald og þróun ferla í gæða-, umhverfis- og öryggismálum
  • Framkvæmd innri úttekta og undirbúningur fyrir ytri úttektir
  • Greining frávika, úrvinnsla gagna og eftirfylgni með umbótaverkefnum
  • Þátttaka í gerð fræðsluefnis og fræðsla/kynningar fyrir starfsfólk
  • Ýmis verkefni tengd stöðugum umbótum og framþróun starfseminnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð færni í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli
  • Reynsla eða færni í verkefnastjórnun
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Lausnamiðuð hugsun og færni til að vinna markvisst að umbótum
  • Jákvætt viðhorf, lipurð í samskiptum og góð þjónustulund
Fríðindi í starfi

Aðgangur að mötuneyti í hádeginu

Hvers vegna að starfa hjá Hornstein

1) Áherslur í umhverfismálum

Við vinnum að því að gera mannvirkjagerð landsins umhverfisvænni með vörum og lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif. Umhverfismál, sjálfbærni, gæði og góð þjónusta er sameiginlegur drifkraftur okkar og hvetur okkur áfram í starfi.

2) Áherslur á vellíðan og öryggi

Við leggjum áherslu á öryggismál og vellíðan með sterka öryggismenningu - enda eiga allir að koma heilir heim eftir vinnudaginn. Starfsfólk er hvatt til þess að leggja rækt við andlega og líkamlega heilsu. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður, bjóðum upp á góða heilsuverndarþjónustu og frían hádegismat (utan hlunnindaskatt). 

3) Áherslur á liðsheild

Við vitum að gott samstarf er lykillinn að árangri. Þess vegna byggjum við upp öfluga liðsheild og tryggjum starfsskilyrði sem stuðla að starfsánægju og starfsþróun. Reglulegir viðburðir og öflugt starfsmannafélag skapa skemmtilegar samverustundir með vinnufélögum og mökum.  

4) Áherslur á fræðslumál

Við styðjum við bakið á fróðleiksfúsum starfsmönnum og starfrækjum fræðslukerfið Samsteypuna til að halda utan um stafrænt fræðsluefni fyrir starfsfólk. Starfsfólk af erlendum uppruna fær einnig aðgang að stafrænum íslenskukennara til að efla íslenskukunnáttu.

Smelltu á hlekkinn til að fræðast meira um vinnustaðinn.

Auglýsing birt28. október 2025
Umsóknarfrestur11. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar