
Árnason Faktor
Árnason Faktor sérhæfir sig í ráðgjöf og við vernd hugverka með sérstaka áherslu á þjónustu við íslenskt atvinnulíf. Starfsfólk okkar hefur áratuga reynslu á sviði hugverkaréttar og leggjum við mikla áherslu á þjálfun og þekkingaruppbyggingu starfsmanna fyrir viðskiptavini okkar. Starfsmenn okkar hafa menntun og reynslu á sviði laga-, tækni-, raun- og hugvísinda.
Fulltrúi á einkaleyfasviði
Árnason Faktor óskar eftir að ráða til starfa metnaðarfullan einstakling sem hefur áhuga á að taka þátt í spennandi verkefnum sem miða að því að tryggja sem best þekkingarverðmæti viðskiptavina félagsins og þar með afrakstur markaðs-, rannsókna- og þróunarstarfs þeirra.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf í alþjóðlegu umhverfi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna við hugverkavernd, þ.e. einkaleyfi, vörumerki og hönnunarvernd.
- Samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini og samstarfsaðila.
- Upplýsinga- og gagnaöflun, stýring og þróun verkferla.
- Utanumhald skjala og tölvuvinnsla.
- Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er nauðsynleg.
- Nákvæmni, samviskusemi, áreiðanleiki og öguð vinnubrögð.
- Reynsla af skrifstofustörfum er kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
- Góð almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur29. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Guðríðarstígur 2-4 4R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sumarstarf í Áhafnavakt / Crew Tracking
Icelandair

Móttökuritari / Aðstoðarmaður lögmanna
Landslög lögfræðistofa

Bókari - Flügger Iceland
Flügger Litir

Bókari
Álfaborg ehf

Vörumerkjastjóri
RS Snyrtivörur ehf

Verkefnisstjóri grunnnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Sumarstörf 2026 - ungmenni 17 og eldri
Landsnet hf.

Sumarstörf 2026 - háskólanemar
Landsnet hf.

Project Assistant - Data Centre
Verne Global ehf

Verkefnastjóri borgaralegra ferminga
Siðmennt

Ert þú hugmyndaríkur textasmiður?
Birtíngur útgáfufélag

Skrifstofustarf í móttöku - sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili