Icelandair
Icelandair
Icelandair

Sumarstarf í Áhafnavakt / Crew Tracking

Icelandair óskar eftir að ráða sumarafleysingu í öflugt teymi áhafnavaktar í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði (DCO).

Í boði er tímabundin sumarafleysing

Starfið hentar jákvæðum einstaklingum sem hafa metnað til að ná árangri í starfi í alþjóðlegu umhverfi.

Unnið er eftir 5-5-4 vaktakerfinu. Deildin tilheyrir Flugrekstrarsviði og starfsstöðin er í Hafnarfirði.

Sumarafleysingin er frá maí til september. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun maí.

Helstu verkefni:

  • Dagleg áhafnavakt
  • Tengiliður milli áhafna og flugdeildar
  • Fylgjast með og uppfæra vinnuskrá áhafna
  • Samskipti við áhafnahótel og áhafnir á erlendri grundu
  • Utanumhald um áætlunar- og leiguflugsskrá áhafna
  • Samskipti við viðskiptavini flugdeildar auk annarra verkefna

Hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
  • Góð tölvufærni
  • Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samstarfshæfni

Við leitum að öflugum einstaklingi í spennandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.

Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

Umsóknir óskast ásamt ferilskrá eigi síðar en 10. febrúar

Nánari upplýsingar veita:

Anna Margrét Eiðsdóttir, Manager Crew Tracking, [email protected]

Elmar Bergþórsson, People Manager, [email protected]

Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Flugvellir 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar