RS Snyrtivörur ehf
RS Snyrtivörur ehf

Vörumerkjastjóri

Ert þú með brennandi áhuga á snyrtivörum og markaðsmálum?

RS Snyrtivörur ehf er ört vaxandi heildsölu- og smásölufyrirtæki með snyrtivörur og er umboðsaðili fyrir vörumerki eins og L‘Occitane en Provence, Erborian, Novexpert, Xlash og fleiri. Fyrirtækið rekur einnig L’Occitane verslanir í Kringlunni og Smáralind ásamt nýju snyrtivöruversluninni SKINCARELAB í Smáralind.

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum vörumerkjastjóra. Hlutverk vörumerkjastjóra er að áætla, stýra og samþætta markaðssetningu vörumerkja með það að markmiði að hámarka markaðshlutdeild, framlegð og ánægju viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð

•            Umsjón með uppbyggingu og markaðssetningu vörumerkja

•            Áætlanagerð, skýrslugjöf og eftirfylgni

•            Ábyrgð á tekjum, sölu og framlegð vörumerkja

•            Greining markaðar og neysluhegðun neytenda

•            Samskipti við birgja og viðskiptavini

•            Samvinna við verslanir og söluteymi, m.a. um birtingar, POS/efni og kynningar

•            Þjálfun og fræðsla til sölufólks

•            Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur

•            Háskólapróf sem nýtist í starfi

•            Reynsla sem vörumerkjastjóri eða af markaðsmálum er kostur

•            Áreiðanleiki, sterk skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð

•            Góð greiningar- og samskiptafærni, frumkvæði og drifkraftur

•            Góð tölvukunnátta (Excel, PowerPoint og Word)

•            Þekking á samfélagsmiðlum og stafrænum markaðsmálum

•            Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði töluð og rituð

•            Þekking á Photoshop, InDesign eða Canva er kostur.

Auglýsing birt20. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvegur 16d, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.CanvaPathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.GooglePathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.InDesignPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MailchimpPathCreated with Sketch.MarkaðsgreiningPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.MarkaðsrannsóknirPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.PhotoshopPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.ShopifyPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skilgreining markhópaPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.ViðskiptasamböndPathCreated with Sketch.VörumerkjastjórnunPathCreated with Sketch.Vörustjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar