
Vörumerkjastjóri
Ert þú með brennandi áhuga á snyrtivörum og markaðsmálum?
RS Snyrtivörur ehf er ört vaxandi heildsölu- og smásölufyrirtæki með snyrtivörur og er umboðsaðili fyrir vörumerki eins og L‘Occitane en Provence, Erborian, Novexpert, Xlash og fleiri. Fyrirtækið rekur einnig L’Occitane verslanir í Kringlunni og Smáralind ásamt nýju snyrtivöruversluninni SKINCARELAB í Smáralind.
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum vörumerkjastjóra. Hlutverk vörumerkjastjóra er að áætla, stýra og samþætta markaðssetningu vörumerkja með það að markmiði að hámarka markaðshlutdeild, framlegð og ánægju viðskiptavina.
• Umsjón með uppbyggingu og markaðssetningu vörumerkja
• Áætlanagerð, skýrslugjöf og eftirfylgni
• Ábyrgð á tekjum, sölu og framlegð vörumerkja
• Greining markaðar og neysluhegðun neytenda
• Samskipti við birgja og viðskiptavini
• Samvinna við verslanir og söluteymi, m.a. um birtingar, POS/efni og kynningar
• Þjálfun og fræðsla til sölufólks
• Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Reynsla sem vörumerkjastjóri eða af markaðsmálum er kostur
• Áreiðanleiki, sterk skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð greiningar- og samskiptafærni, frumkvæði og drifkraftur
• Góð tölvukunnátta (Excel, PowerPoint og Word)
• Þekking á samfélagsmiðlum og stafrænum markaðsmálum
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði töluð og rituð
• Þekking á Photoshop, InDesign eða Canva er kostur.
Íslenska
Enska










