

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum viðskiptastjóra í söluteymi Teya á Íslandi. Hjá Teya vinnum við að því að hjálpa fyrirtækjum að einfalda reksturinn með snjöllum greiðslu- og hugbúnaðarlausnum sem skapa raunverulegt virði í daglegum rekstri.
Söluteymið samanstendur af kraftmiklu fólki þar sem sterk liðsheild er lykilatriði. Þú verður mikilvægur partur af teymi sem vinnur að sameiginlegum markmiðum, byggir upp traust og langtímasambönd við viðskiptavini og tekur virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu Teya á Íslandi.
Okkar helsta áhersla eru viðskiptavinir Teya og við leggjum okkur fram við að þjónusta þá eins vel og mögulegt er. Við leggjum áherslu á fagmennsku, gagnsæi og góða upplifun og leitum að einstakling sem hefur áhuga á að vaxa og þróa færni sína með öflugu teymi í alþjóðlegu umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Koma auga á og þróa ný viðskiptatækifæri
- Greina þarfir viðskiptavina, veita ráðgjöf og kynna lausnir Teya
- Tilboðs- og samningagerð
- Samkeppnis- og markaðsgreining
- Vinna með sölumarkmið og lykilmælikvarða
- Skrá og halda utan um sölumál í CRM kerfi
- Samstarf við teymi innan fyrirtækisins eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum, rík þjónustulund og jákvætt hugarfar
- Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri
- Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í nánu samstarfi við teymi
- Lausnamiðuð hugsun og vaxtarhugarfar
- Áhugi á tækni og góð tæknikunnátta
- Mjög góð færni í íslensku og ensku
- Reynslu af sölu hugbúnaðarlausna er kostur
- Þekking á Microsoft Dynamics 365 / Business Central er kostur
Kjör og fríðindi
- Möguleiki á árangurstengdum greiðslum
- Sveigjanlegur vinnutími
- Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma
- Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti
- Íþróttastyrkur og önnur fríðindi í gegnum SSF stéttarfélag
- Árlegt heilsufarsmat og stuðningur við andlega heilsu
- Tækifæri til að þróast í starfi hjá alþjóðlegu fyrirtæki
- Frábær starfsandi, reglulegir viðburðir og virkt starfsmannafélag
Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast. Við hvetjum öll áhugasöm að sækja um.
Íslenska
Enska










