Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Sumarstörf 2026 - ungmenni 17 og eldri

Viltu eiga skemmtilegt sumar með okkur?

Landsnet leitar að ábyrgum, drífandi og vinnusömum ungmennum til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum með okkur í sumar.

Helstu verkefni

  • Merking háspennustaura
  • Þrif í tengivirkjum
  • Afleysing í móttöku
  • Afleysing í mötuneyti
  • Afleysing á lager

Athugið að ungmenni sem starfa við merkingu háspennustaura og þrif í tengivirkjum þurfa að vera tilbúin til að vinna utan höfuðborgarsvæðisins og dvelja á mismunandi stöðum eftir verkefnum og þörfum.

Landsnet sér um skipulagningu á gistingu og ferðum, en mikilvægt er að umsækjendur séu tilbúnir til að vera fjarri heimili sínu í lengri eða skemmri tíma á meðan verkefnin standa yfir.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast nýjum stöðum, vinna í góðum hópi og öðlast dýrmæta reynslu í fjölbreyttu starfsumhverfi.

Við tökum á móti umsóknum frá ungmennum á aldrinum 17 - 20 ára.

Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. mars 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar