
Landslög lögfræðistofa
Landslög lögfræðistofa veitir sérhæfða og heildstæða ráðgjöf á öllum helstu sviðum lögfræðinnar, en viðskiptavinir stofunnar eru bæði innlend og erlend fyrirtæki, sveitarfélög, opinberar stofnanir og einstaklingar. Hjá Landslögum starfa 25 lögfræðingar og aðstoðarmenn.
Móttökuritari / Aðstoðarmaður lögmanna
Landslög lögfræðistofa óskar eftir að ráða skipulagðan og áreiðanlegan einstakling með ríka þjónustulund í starf móttökuritara/aðstoðarmanns lögmanna.
Um fjölbreytt starf er að ræða þar sem móttaka viðskiptavina og aðstoð við daglegan rekstur stofunnar eru í forgrunni. Starfið krefst faglegra vinnubragða, nákvæmni og að viðkomandi búi yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun, móttaka gesta og samskipti við viðskiptavini
- Móttaka, skráning og dreifing pósts og skjala
- Umsjón með fundarherbergjum og sameign
- Skipulagning funda, veitinga og annarra viðburða á vegum Landslaga
- Skjalavinnsla og aðstoð við gerð dómsskjala og frágang málsgagna
- Innkaup, birgðahald og samskipti við þjónustuaðila og birgja
- Sendiferðir og önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Reynsla af móttöku- og/eða skrifstofustörfum er kostur
- Góð skipulagshæfni, nákvæmni og sveigjanleiki
- Rík þjónustulund, faglegt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Góð færni í íslensku í ræðu og riti, enskukunnátta er kostur
- Geta til að vinna með trúnaðargögn af fyllstu ábyrgð
Landslög bjóða
- Fjölbreytt og ábyrgðarfullt starf á rótgróinni lögfræðistofu
- Faglegt, traust og gott starfsumhverfi
- Tækifæri til að öðlast dýrmæta innsýn í starfsemi lögmannsstofu
Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiBirgðahaldFrumkvæðiMannleg samskiptiNákvæmniSamskipti í símaSkipulagSveigjanleikiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sumarstarf í Áhafnavakt / Crew Tracking
Icelandair

Fulltrúi á einkaleyfasviði
Árnason Faktor

Bókari - Flügger Iceland
Flügger Litir

Bókari
Álfaborg ehf

Vörumerkjastjóri
RS Snyrtivörur ehf

Verkefnisstjóri grunnnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Sumarstörf 2026 - ungmenni 17 og eldri
Landsnet hf.

Sumarstörf 2026 - háskólanemar
Landsnet hf.

Project Assistant - Data Centre
Verne Global ehf

Verkefnastjóri borgaralegra ferminga
Siðmennt

Ert þú hugmyndaríkur textasmiður?
Birtíngur útgáfufélag

Skrifstofustarf í móttöku - sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili