KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi

Framendaforritari

KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 330 einstaklingar á 15 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.

Framenda forritari

Við leitum að reyndum framendaforritara til að taka þátt í spennandi þróunarverkefnum sem ásamt frábæru teymi keppist við að veita viðskiptavinum KPMG framúrskarandi þjónustu.

Dæmi um verkefni og ábyrgð:

  • Þróun og hönnun á hugbúnaðarlausnum KPMG og lausnum viðskiptavina.
  • Fylgjast með þróun og tækninýjungum með það að markmiði að geta veitt viðskiptavinum ráðgjöf um árangursríkari stafræna vegferð.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði
  • Haldbær starfsreynsla af hugbúnaðarþróun.
  • Góð hæfni í Typescript og React.
  • Þekking á Nodjes/Nextjs, REST/GraphQL, Cypress, Storybook og Figma.
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði, drifkraftur og jákvætt viðhorf.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræði og riti er skilyrði.

Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við allt fólk til að sækja um óháð kyni.

Að vinna hjá KPMG

Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:

  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
  • Frábær tækifæri til að læra af og starfa með leiðandi sérfræðingum hjá KPMG hérlendis og erlendis.
  • Markvisst starfsþróunarkerfi og öflugt fræðslustarf.
  • Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
  • Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er KPMGfit í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
  • Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
  • Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
  • Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
  • Og margt fleira.

Umsóknarfrestur er til og með 7. október

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum á hsteinthorsdottir@kpmg.is.

Auglýsing birt25. september 2024
Umsóknarfrestur7. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 27, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar