PLAIO
PLAIO
PLAIO

Sérfræðingur í tækniinnviðum (Infrastucture engineer)

Vertu hluti af teymi sem vinnur að byltingarkenndri tækniþróun fyrir lyfja- og líftækniheiminn!

Við í PLAIO leitum að jákvæðum sérfræðingi með mikla reynslu og framúrskarandi hæfni í tækniinnviðum.

PLAIO er ört stækkandi fyrirtæki sem er búið að skapa sér nafn í lyfja- og líftækniheiminum. Fyrirtækið þróar framleiðslustýringarkerfi fyrir lyfjafyrirtæki og er með viðskiptavini víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum. PLAIO stefnir á mikla skölun á næstu árum. Það eru því mikil vaxtartækifæri til staðar!

Taktu þátt í ævintýrinu! Lífið er skemmtilegra með PLAIO!

Um starfið

Við leitum að metnaðarfullum og reynslumiklum sérfræðingi í tækniinnviðum til að bætast í teymið okkar. Í þessu hlutverki munt þú bera ábyrgð á að hanna og þróa skalanlega tækniinnviði, aðstoða tækniteymin við uppsetningu og viðhald innviða sem og halda utanum skýjalausnir fyrirtækisins.

Við leggjum áherslu á að fá inn manneskju sem passar í teymið og er tilbúin að læra, vaxa og vera í samskiptum við kúnna ásamt því að leysa tæknileg vandamál.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhalda og bæta núverandi skýjainnviði fyrir hugbúnaðarþróun.
  • Tryggja skalanleika þróunarferlisins.
  • Leiðbeina og aðstoða tækniteymin við að bæta innviði.
  • Nýta skýlausnir á skilvirkan hátt.
  • Þróa og viðhalda aðferðum fyrir innviði sem kóða (Infrastructure as Code).
  • Vinna við þróun á samfelldri samþættingu og afhendingu (CI/CD) í samstarfi við tækniteymin.
  • Rannsaka og innleiða nýja tækni til að efla kerfið.
  • Innleiða og þróa í samstarfi við teymin lausnir fyrir vöktun á kerfum (Observability Platform).
  • Ber ábyrgð á að grunninnviðir séu settir upp eftir bestu aðferðum og öryggisstöðlum og tryggi almennt öryggi gagna og skýjaþjónustu. 
Fríðindi í starfi
  • Gott teymi, með góðan starfsanda
  • Sveigjanlegt, fjölskylduvænt og líflegt starfsumhverfi
  • Öflug skemmtinefnd
  • Góð og vel staðsett starfsaðstaða
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Samgöngustyrkur fyrir vistvænar samgöngur
  • Tenging við háskólasamfélagið
  • Síma- og nettenging borguð
  • Gildi okkar til framfara og árangurs eru ,,metnaður, einfaldleiki og vöxtur"  
Æskileg reynsla
  • Skýjainnviðir, helst Azure
  • Infrastructure as Code
Tæknistakkur

Python / FastAPI / Azure / Docker / pyTest / Azure SQL / Poetry / SQL Alchemy / Alembic

Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.Kerfishönnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar