Júní
Júní

Ráðgjafi í stafrænum lausnum morgundagsins

Júní leitar að jákvæðum og framsæknum ráðgjafa til að slást í öflugt og reynslumikið ráðgjafateymi hjá fyrirtækinu þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, virka endurgjöf og starfsþróun.

Júní sinnir fjölbreyttum stafrænum verkefnum af ýmsum stærðum og gerðum með megináherslu á stefnumótun, forgangsröðun, ákvarðanatöku, breytinga- og verkefnastjórnun og ferlagreiningu í verkefnum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð

Ráðgjafi ber ábyrgð á að leiða og stýra verkefnum á ráðgjafasviði Júní. Kjörinn umsækjandi þarf að hafa sterkan bakgrunn í verkefnastjórnun og reynsla í upplýsingatæknigeiranum er kostur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Að lágmarki þriggja ára farsæl reynsla við ráðgjafastörf og/eða stjórnun verkefna, gjarnan á upplýsingatæknisviði
  • Geta til að stjórna mörgum verkefnum samhliða á árangursríkan hátt
  • Afburða færni í greiningum, framsetningu á efni og kynningum á niðurstöðum
  • Hæfni í leiða flókin verkefni og hafa sterka heildarsýn
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og skipulagshæfni
  • Jákvætt viðhorf og drifkraftur
  • Menntun í verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði eða sambærilegt

Við bjóðum upp á

  • Starfsumhverfi í framsækinni tækni og hugsun
  • Hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til þess að hafa mikil áhrif á starfsemina
  • Samkeppnishæf laun
  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til starfsþróunar
  • Samheldinn og góðan hóp samstarfsfólks

Júní er stafræn stofa sem býður fyrirtækjum og stofnunum alhliða þjónustu í þróun stafrænna lausna. Þjónustuframboð Júní spannar allt ferlið við mótun stafrænna lausna þ.e. ráðgjöf, hönnun og forritun en markmiðið er alltaf að skapa framúrskarandi veflausnir þar sem markmið viðskiptavinarins eru höfð að leiðarljósi

Við hjá Júní viljum hafa áhrif á framtíðina í stafrænum lausnum sem einfalda og gera líf fólks betra og fallegra. Júní einblínir á lærdómsmiðaða og frumlega hugsun, okkur þykir vænt um teymið og við viljum vera framsækin og hugrökk í nálgun okkar.

Endilega skoðið meira um okkur á juni.is

Auglýsing birt25. september 2024
Umsóknarfrestur6. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Bolholt 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar