Isavia ANS
Isavia ANS
Isavia ANS

Fluggagnafræðingur

Óskum eftir að ráða áhugasama og fróðleiksfúsa nema til að starfa sem fluggagnafræðingar í flugstjórnarmiðstöðinni. Námið hefst í desember 2024 og er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða bóklegt nám sem fer fram á hefðbundnum dagvinnutíma og hins vegar starfsþjálfun sem fer fram í vaktavinnu.

Helstu verkefni fluggagnafræðinga er vöktun flugstjórnarkerfa fyrir flugstjórnarmiðstöð, almenn fluggagnavinnsla og samskipti við flugleiðsögu- og flugrekstraraðila innlenda sem og erlenda.

Frekari upplýsingar um starf fluggagnafræðinga er að finna hér Þjálfun – Isavia ANS.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Tölvukunnátta og góður skrifhraði á tölvu æskilegur
  • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt rituðu máli.
Auglýsing birt2. september 2024
Umsóknarfrestur18. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)