Isavia ANS
Isavia ANS
Isavia ANS

Rafvirki

Isavia ANS óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa í raftæknideild fyrirtækisins við uppsetningu á búnaði og kerfum. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf á góðum vinnustað. Við leitum eftir einstaklingi sem er skipulagður í verkum sínum, getur unnið sjálfstætt sem og í hópi og á auðvelt með að tileinka sér nýja tækni.

Starfsstöð er í Reykjavík og á flugvöllum Isavia eftir þörfum. Starfið krefst oft ferðalaga út á land vegna uppsetninga og viðhalds verkefna. Viðkomandi þarf að hafa tök á að geta farið út á land með stuttum fyrirvara þegar þörf krefur. Unnið er með tæknibúnað bæði inni og úti. Um er að ræða dagvinnustarf með bakvaktakerfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með rafkerfum, dreifikerfum og UPS kerfum
  • Umsjón með vararafstöðvum
  • Umsjón með rafdreifikerfum flugvalla
  • Almenn raflagnavinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í rafvirkjun
  • Reynsla af rekstri og viðhaldi smá-, lág- og háspennukerfa
  • Kunnátta í iðntölvustýringum æskileg
  • Þekking á flugmálum er kostur
  • Þekking á varavélum er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur29. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar